Hugsa sér að á næsta ári eru fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn, okkar fyrsta framlag í Júróvisjón með þeim Helgu Möller, Pálma Gunnars og Eiríki Haukssyni í fararbroddi fór út í aðalkeppnina. Þau voru ekki Iceguys heldur Icy og þau voru sko með möllet sem er komið aftur í tísku því tískan fer jú í hringi. Síðan voru þau með risastóra herðapúða sem voru í raun eins og spariútgáfa af Íshokkíbúningi en þessa púða lét maður sig hafa árið 1986 því tískan er harður húsbóndi og sýnir sjaldnast sitt rétta andlit fyrr en liðin eru sirka tíu ár frá því hún réði ríkjum. Glöggt dæmi um slíka afhjúpun eru snjóþvegnu gallabuxurnar og there is something about Mary hártoppurinn, já og sebra strípurnar sem voru mjög vinsælar um síðustu aldamót. Í fljótu bragði man ég ekki hvort að púðarnir áttu að grenna á manni mittið, blekkja augað þannig að mittið … Lesa meira
prestur