Mér fannst það dálítið gott sem bandaríski presturinn og prédikarinn tattúveraði Nadia Bolz Weber sagði á dögunum í viðtali þegar hún var að útskýra muninn á því að vera almennt andlegur eða að fylgja og trúa á Jesú. Hún sagði að á andlega hlaðborðinu sem er mjög vinsælt í dag er svo auðvelt að velja bara eitthvað gómsætt en þegar kemur að þvi að velja samfylgdina við Jesú þá þurfum við aftur og aftur að horfast í augu við okkur sjálf sem er ekki alltaf gómsætt né skemmtilegt en samt svo ótrúlega mikilvægt. Nadía segir til dæmis að eins og hún þekki sjálfa sig þá væru töluverðar líkur á því að ef hún kæmist í svona andlegt hlaðborð þá myndi hún ekki endilega velja fyrirgefningu eða kærleika gagnvart óvininum svo dæmi séu tekin, nokkuð sem Jesús Kristur leggur áherslu á. Og ég segi fyrir mig að eins skapmikil og ég … Lesa meira
prestur