Samstarfsfólk úr viðskiptalífinu er gripið glóðvolgt í framhjáhaldi á tónleikum bresku sveitarinnar Coldplay í Boston á dögunum. Vinkona mín var stödd á tónleikunum og sagði að það hefði sannarlega verið óþægilegt augnablik þegar svokallaðri kossakameru var beint að fólkinu og það fátaði í skömm sinni, karlinn lét sig detta í gólfið og konan sneri snögglega baki í vélina. Einhverjir ná myndskeiði af atvikinu og setja á internetið og næstu daga situr miðaldra kona eins og ég upp á Íslandi og fréttaveita hennar á samfélagsmiðlum logar af frásögnum af þessu áður óþekkta fólki sem hélt framhjá mökum sínum á tónleikum með bresku sveitinni Coldplay. Allt í einu veit ég miklu meira um þetta fólk en ég hafði óskað eftir. Ekki nóg með það þá veit ég líka hvað þau eiga af börnum og hvernig makar þeirra líta út sem og samstarfsfólk og þegar þessi pistil er skrifaður nú rétt fyrir helgi … Lesa meira
prestur