Í heilagri ritningu er hvergi getið um fæðingarþunglyndi Maríu meyjar.
Tilfinningalíf Jósefs er líka ráðgáta.
Engar heimildir um fortíð fjárhirðanna en barnleysi mun hafa hrjáð þann er grét mest við jötuna.
Um vitringana er sagt að þeir hafi lesið yfir sig í skóla og haft þráhyggju fyrir allskonar stjörnum, bæði á himni og jörðu.
Færri vita að Heródes var yndislegt barn, skýrleiks drengur, augasteinn móður sinnar.
Litlum sem engum sögum fer af sálarlífi gistihúsaeigandans, hann mun þó hafa glímt við félagsfælni og þess vegna neitað að opna dyrnar .
Barnið í jötunni er hins vegar enn í greiningu.
HEB