Jólaprédikunin á það til að skrifa sig sjálf, á liðinni aðventu skrifaði lífið og tíðarandinn nokkrar. Einn frumlegasti helgileikur síðari ára var án efa „Almar í kassanum“ sem þjóðin fylgdist með í heila viku á internetinu. Almar var nakinn inn í glerkassa og því fóru frumþarfir hans ekki framhjá glöggum áhorfendum. Og það var einmitt það sem kom fólki mest á óvart og vakti jafnvel hneikslan að maðurinn skyldi gera slíkt fyrir allra augum það er að segja þeirra sem kusu að horfa. Þegar ég fór að uppgötva evrópskar raunsæismyndir á sínum tíma eins og verk breska leikstjórans Mike Leigh þar sem venjulegt fólk með óviðurkennt útlit situr á salerninu á meðan það talar við makann sem stendur inn í svefnherbergi með stýrur í augum uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að amerískt kvikmyndauppeldi hafði tekist að gera mig forviða yfir slíkum senum. Mér fannst nánast eins og ég væri … Lesa meira
prestur