Skip to content

Month: April 2016

Við þurfum nýjan forseta

Þá hef ég komist að niðurstöðu samkvæmt brjóstviti mínu og dómgreind sem er auðvitað ekki óskeikul. Það er fullkomlega óeðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú bjóða sig aftur fram til forseta eftir að hafa tilkynnt annað í nýársávarpi sínu á fyrsta degi ársins 2016. Það er heldur ekki satt sem sumir segja að þetta sé lýðræðið í hnotskurn að hann megi nú bara bjóða sig fram eins og hver annar og svo sé það þjóðarinnar að velja, upphrópunin “hva er þjóðin svona heimsk, er henni ekki treystandi til að kjósa!” er heldur ekki kjarni málsins, þetta er ekki svona einfalt. Nei íslensk þjóð er ekki heimsk, íslensk þjóð er hins vegar lítil og líður fyrir það þegar kemur að umgengni við völd. Þeir sem segja framboð Ólafs bara einn valkost af mörgum eða lýðræðið í hnotskurn eru sömu aðilar og vita af fenginni reynslu að fámenni hefur tilhneigingu til … Lesa meira

Ég elska fótbolta

Persónulega hef ég engan sérstakan áhuga á fótbolta, ég hef til dæmis aldrei horft á heilan fótboltaleik í sjónvarpinu en ef Ísland er að keppa þá horfi ég stundum á síðustu mínúturnar til þess að láta eins og mér sé ekki sama og reyndar horfði ég á umspilið fyrir EM því þó ég hafi ekki áhuga á fótbolta hef ég samt metnað fyrir mína þjóð. Það fyndna er að fótboltinn hefur umlukið líf mitt frá upphafi, ég á til dæmis eldri bróður sem æfði mark og horfði á enska boltann hvern einasta sunnudag og plataði mig til að spila við sig heima í sveit þegar honum bauðst ekki betri félagsskapur. Þá eignast ég kærasta um tvítugt sem kann varla trúarjátninguna en veit hvað landsliðsmarkvörður Grænhöfðaeyja heitir, hve gamall hann er og hversu mörg skot hann hefur varið frá upphafi ferils síns. Og til að kóróna þetta allt eignast ég svo … Lesa meira