Mig langar til þess að vera hér með örlitla, óskáldlega hugleiðingu um það að takast á við veikindi og vera aðstandi. Og af því að ég tala um að vera óskáldleg þá þýðir það að ég ætla að vera praktísk í kvöld sem er raunar bráðnauðsynlegt þó það sé kannski ekki eins ljóðrænt og spurningin um tilgang lífsins. Eða hvað? Er ekki lífið í heild sinni ljóð, eins konar safn myndbrota úr hversdeginum þar sem við tökumst á við það óæfða hlutverk að vera manneskja?
Mig langar til að bera hér fram nokkur praktísk ráð sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina meðal annars með því að vera aðstandandi síðustu átján árin og prestur í rúman áratug og blanda þessu saman í örlítinn kokteil. Kokteillinn er þó ekki áfengur enda skiptir miklu máli að vera edrú þegar ógnir steðja að eða bara þegar lífið verður meira krefjandi. Það … Lesa meira