- Taktu sjálfstæða ákvörðun um að fermast, ekki gera það fyrir prestinn, ömmu og afa, mömmu og pabba eða félagana, gerðu það vegna þess að þig langar til að hafa Jesú sem þinn andlega áttavita í lífinu, það er alltaf hægt að fermast seinna ef það hentar þér ekki núna.
- Taktu þátt í undirbúningi fermingardagsins með foreldrum þínum og hafðu skoðanir á öllu sem þau bera undir þig, þannig sýnirðu þeim að þetta sé ekki sjálfsagt og að þú kunnir að meta framlag þeirra.
- Vertu á góðum og öruggum skóm við athöfnina, þegar maður er 14 ára hefur maður ekki húmor fyrir því að detta fyrir framan fulla kirkju af fólki.
- Farðu snemma í háttinn kvöldið fyrir stóra daginn, þegar maður er ósofinn verður maður kvíðinn og uppspenntur og allt vex manni í augum
- Vertu á staðnum, bæði líkamlega og andlega í athöfninni en ekki eins og þú hafir óvart