Þrjár konur.
Á dögunum tók ég viðtal við rúmlega sextuga konu sem lýsti fyrir mér þeirri ótrúlegu reynslu að lifa af banaslys. Slysið sem um ræðir varð sumarið 2005 og með henni í bíl voru vinahjón konunnar sem hún hafði þekkt í marga áratugi og þótti afar vænt um. Um leið og hún rifjaði upp daginn örlagaríka þann 9.ágúst árið 2005 fletti ég myndaalbúmi sem geymdi minningar frá ferðalagi þeirra þriggja þar sem þau klifu fjöll og nutu fegurðar íslenskrar náttúru. Á síðustu myndinni í albúminu sátu hjónin um borð í bát og gæddu sér á íspinna, mér sýndist þetta vera ís með súkkulaðihjúp og möndlum alveg eins og ég hefði valið mér, veðrið var greinilega gott þennan dag, sólin skein, þau pírðu augun mót geislum hennar sem spegluðust í vatnsfletinum en yfir þeim var þessi eftirsóknaverði friður sem fylgir því að öðlast lífsfyllingu. Klukkustund síðar voru þau bæði látin. … Lesa meira