Skip to content

Month: May 2017

Innblástur og hormónaflipp

Ég hef verið svo upptekin af orðinu innblástur undanfarna daga, ástæðuna má rekja til ráðstefnu sem ég sat um liðna helgi þar sem heimspekingur einn færði haldgóð rök fyrir því að þetta hugtak, innblástur, hefði misst gildi sitt í notkun tíðarandans. Heimspekingurinn dró meðal annars fram auglýsingu frá sænska húsgagnrisanum Ikea þar sem stóð “ Ikea innblástur fyrir heimilið?” Með réttu hefði átt að standa “hugmyndir fyrir heimilið” því innblástur er auðvitað ekki eitthvað sem maður verslar líkt og pylsu með öllu, ekki eitthvað sem maður bara sækir sér eftir þörfum. Innblástur er nefnilega svo margbrotið og merkilegt fyrirbæri sem við þurfum að tala um af einlægni og þakklæti, innblástur er ekki einhver neysluvara sem veitir skammtíma sælu eða magafylli og það sem meira er, innblástur kemur þegar honum sjálfum hentar en ekki endilega þegar við sækjumst eftir honum, innblástur er á vissan hátt sjálfstætt fyrirbæri.

Þið kæru fermingarbörn hafið … Lesa meira

Tvær spurningar

Mannleg samskipti eru það mikilvægasta í þessum heimi. Ekki bara fyrir okkur mennina heldur líka náttúruna. Það eru mannleg samskipti sem ákvarða í raun örlög manna, dýra og náttúru. Þegar ég er að tala við krakkana í fermingarfræðslunni ynni ég þau oft eftir því hverjir styrkleikar þeirra séu, sjaldnast ef nokkurn tíma nefna þau mannleg samskipti sem styrkleika eða hæfileika, í stað þess er nám, íþróttir, söngur og dans nefnt til sögunnar og jafnvel eitthvað sem lýtur að útliti eða klæðaburði. Tilgangur spurningar minnar til þeirra er auðvitað að hlusta á svörin en líka að fá tækifæri til að benda þeim á hversu mikilvægt það sé að að vera góður í mannlegum samskiptum, ég geng meira að segja svo langt að segja þeim að ef það sem þau telja helst til styrkleika helst ekki í hendur við hæfni í mannlegum samskiptum þá sé það til lítils. Ég hitti einu sinni … Lesa meira