Skip to content

Month: February 2018

Guð er tónlist

Mér skilst að hljóð og snerting sé það síðasta sem við mannfólkið skynjum þegar allt annað er frá okkur tekið. Þegar orð festa ekki lengur rætur sökum veikinda  er lykil mannlegar tengsla að finna í tónlist og snertingu. Oft hef ég upplifað að sitja við sjúkrabeð þar sem enginn segir neitt en ástvinur heldur í hönd hins sjúka og um loftið berast tónar úr litlu útvarpi á náttborðinu. Oft er það nóg og engu við að bæta, kærleikurinn er ekki endilega alltaf svo ræðinn en hann kann að skapa nánd án orða.

Ég held að tónlistin sé vöggugjöf skaparans til að auðvelda okkur lífsgönguna, af því að gangan er ekkert alltaf auðveld eins og við öll vitum. Það er svo merkilegt með tónlistina að hún hefur einhvern allsherjar aðgang sem orð hafa ekki, tónlistin er eiginlega masterlykill að lífinu. Ef við tökum bara kirkjuna sem dæmi og kirkjulegar athafnir þá … Lesa meira