- Þótt lífið sé stutt er ekki ástæða til að lifa eins og hver dagur sé hinn síðasti þá verður nefnilega næsti dagur býsna erfiður.
- Hættulegasta fólkið er fólkið sem heldur að það geti ekki gert neitt slæmt. Öll erum við fær um að beita ofbeldi og særa, við höfum bara val um hvort við ræktum frekar hið góða eða hið vonda.
- Það er fullkomlega eðlilegt að hrífast af öðrum en maka sínum, það er ekki sjéns að einhver sem á annað borð er eða hefur verið í hjónabandi hafi aldrei hrifist af öðru fólki eða látið sig dreyma um annað líf. Tilfinningar eru gangverkið í manneskjunni sem þarf bara reglulega að stilla.
- Ef þú notar vín til að vinna á streitu, deyfa sársauka eða flýja sjálfan þig þá ertu mjög líklega alkóhólisti.
- Dauðinn er ekki það versta í lífinu. Það versta er að lifa í dauða og vera í engum
prestur