„Að skila skömminni“ er líklega sá frasi sem hvað mest hefur snúist í höndunum á okkur undanfarið. Nú vil ég áður en lengra er haldið ítreka að þessar vangaveltur mínar eiga ekki við þegar um ofbeldi á börnum er að ræða, það er að segja þegar fullorðnir beita börn ofbeldi, þá er málið einfalt, hinn fullorðni ber alla ábyrgð, punktur. Mér finnst mikilvægt að taka þetta fram þar sem hin opinbera umræða þróast oft þannig að menn leita fremur leiða til að klekkja á viðmælandanum frekar en að greina umræðuna og rýna í hana til raunverulegs gagns og jafnvel bata. „Að skila skömminni“ hefur í #meetoo byltingunni því miður þróast út í að baða gerendur upp úr skömminni fremur en að halda öllum fullorðnum aðilum ábyrgum gagnvart þeirri áskorun að gera samfélagið okkar öruggara. #Meetoo byltingin fór frábærlega af stað, nafnlausar sögur um yfirgang og markaleysi voru til þess fallnar … Lesa meira
prestur