Ég viðurkenni það að vera á stundum sködduð af starfi mínu sem prestur. Þá á ég til dæmis við þá staðreynd að vera alltof áhyggjufull um börnin mín og jafnvel of verndandi. Ég reyni samt hvað ég get að hemja mig gagnvart þeirri freistingu að láta syni mína ganga með ökklaband eða einhvern annarskonar staðsetningarbúnað og ég reyni líka að hemja mig í símhringingum yfir daginn, þá er ég vissulega hætt að fara inn til þeirra á kvöldin til að gá hvort þeir andi, þeir eru nú líka 10 og 16 ára og sá eldri kominn með kærustu. Í sumar gekk ég á fjall með hópi fólks og var um tíma samferða viðræðugóðum kvenlækni sem tjáði mér að hún væri haldin nákvæmlega sömu vinnusköddun og ég, hún þarf sumsé líka að stíga á bremsuna gagnvart því að ofvernda börnin sín. Það sem við tvær eigum náttúrlega sameiginlegt vinnulega séð er … Lesa meira
prestur