Unnusti minn er ekkill, missti eiginkonu sína úr krabbameini fyrir rúmum þremur árum. Ég annaðist útför hennar sem prestur, síðar hittumst við aftur, ég og ekkillinn og felldum hugi saman. Kannski svolítið óvenjuleg saga, en lífið hefur líka tilhneigingu til að vera nokkuð óvenjulegt. Sennilega eru það bara við manneskjurnar sem höfum einhverjar óljósar hugmyndir um að það eigi að vera venjulegt og vitum samt ekkert hvað það þýðir að vera venjuleg. Um það leyti sem við hófum okkar samband kom í ljós að eldri dóttir unnustans ætti von á barni. Samband okkar hefur því þróast samhliða einni meðgöngu. Við fundum ást okkar stækka eins og barn í móðurkviði. Á litríkum haustdegi fæddist lítil stúlka, yndisleg og fullkomin með tíu fingur og tíu tær, ákveðið, athugult augnaráð, kyrru í nýfæddri sál, hvítri sem ölbu. Síðastliðinn sunnudag var hún færð til skírnar, stjúpamman jós hana vatni eilífs lífs, föðuramman þerraði tár … Lesa meira
prestur