Skip to content

Month: January 2020

Teitistruntan talar

Á þessum fimm árum sem í ár eru liðin frá því að ég hætti að neyta áfengis hef ég einhvern veginn alltaf gætt þess, kannski í ákveðinni meðvirkni eða hreinum ótta við að vera talin teitistrunta, að tala ekkert um hvernig það sé að vera edrú innan um drukkið fólk. Ég hef sumsé þurft fimm ár til safna kjarki til að segja það sem mér raunverulega finnst um að vera edrú innan um blindfullt fólk. Ætli ástæðan sé ekki sú að normið í okkar samfélagi er að fullorðið fólk megi fokka reglulega upp í miðtaugarkerfi sínu á meðan edrúmennska er talin merki um annað hvort fasisma eða skrautlega fortíð. Áður en lengra er haldið langar mig að taka það skýrt fram að ég geri töluverðan greinarmun á fólki sem finnur á sér og fólki sem er fullt. Mér finnst oft mjög gaman að vera innan um þá sem kunna að … Lesa meira

Manstu?

Horft um öxl árið 2020.

Manstu bláan opal

Manstu fótanuddtækið í sama lit

Manstu Húsið á sléttunni

Manstu Sunnudagshugvekjuna í sjónvarpinu

Manstu Bryndísi Schram og Ladda í Stundinni okkar

Manstu Prins Póló í gömlu umbúðunum

Manstu veginn um Öxnadalsheiðina áður en hann var lækkaður

Manstu sveitaböllin í Víkurröst og Ýdölum

Manstu Vigdísi forseta

Manstu fimmstafa símanúmerin, mitt var 33106

Manstu Sinalco og Tab

Manstu Foreldraröltið um helgar á Akureyri

Manstu Dynheima

Manstu hamborgarana á Krókeyrarstöðinni

Manstu veginn yfir Vaðlaheiði

Manstu ávísanaheftið

Manstu skyldusparnaðinum

Manstu leikfangaverslun Sigurðar Guðmundssonar

Manstu lakkrísreimarnar í Amaro

Manstu börn að leik áður en snjallsímar komu til sögunnar

Manstu útileikina Yfir, Eina krónu og Hlaupa í skarðið

Manstu Bjarna Fel  og augabrúnirnar hans í íþróttafréttunum

Manstu tíu lítra mjólkurkassana með rauða tappanum

Manstu þulurnar í sjónvarpinu

Manstu ávarp útvarpsstjóra á gamlárskvöld

Manstu sjoppuna í Vaglaskógi

Manstu jólakortin

Manstu íslenskar kvikmyndir þegar þær fjölluðu um galið fólk í … Lesa meira