Á þessum fimm árum sem í ár eru liðin frá því að ég hætti að neyta áfengis hef ég einhvern veginn alltaf gætt þess, kannski í ákveðinni meðvirkni eða hreinum ótta við að vera talin teitistrunta, að tala ekkert um hvernig það sé að vera edrú innan um drukkið fólk. Ég hef sumsé þurft fimm ár til safna kjarki til að segja það sem mér raunverulega finnst um að vera edrú innan um blindfullt fólk. Ætli ástæðan sé ekki sú að normið í okkar samfélagi er að fullorðið fólk megi fokka reglulega upp í miðtaugarkerfi sínu á meðan edrúmennska er talin merki um annað hvort fasisma eða skrautlega fortíð. Áður en lengra er haldið langar mig að taka það skýrt fram að ég geri töluverðan greinarmun á fólki sem finnur á sér og fólki sem er fullt. Mér finnst oft mjög gaman að vera innan um þá sem kunna að … Lesa meira
prestur