Orðið ábyrgð virðist verða mér hugleiknara með aldrinum. Þegar ég var yngri olli það mér fremur óeirð, fannst það kannski hljóma eins og eldhúsdagsumræður á Alþingi, nokkuð sem varð víst að gerast en gat aldrei orðið skemmtilegt.
Samt tók ég snemma töluverða ábyrgð þó ekki væri nema bara fyrir það eitt að flytja að heiman sextán ára gömul og sjá um mig sjálf eins og raunar svo margir af minni kynslóð gerðu sem þurftu að sækja menntun í önnur byggðarlög.
Þegar maður er ungur er ábyrgð oft eitthvað sem virðist hefta möguleika manns á að gera það sem er skemmtilegt. Maður upplifir nám jafnvel sem töluverða truflun á félagsslífi og hollt mataræði og hreyfingu sem óþarfa inngrip í notalega hvíld, vinna virkar jafnvel sem afplánun. Með öðrum orðum þá einkennir ungdómsárin oft sú þrá að lifa góðu lífi án teljandi fyrirhafnar. Þetta er vissulega ekki einhlítt og margt ungt fólk … Lesa meira