Bleiki mánuðurinn hefur verið harla óvenjulegur í ár, raunar hafa allir mánuðir þessa árs verið óvenjulegir af ástæðu sem er okkur öllum kunn. Í ár fellur bleiki mánuðurinn satt best að segja í skuggann af svolitlu sem maður nennir helst ekki að nefna, þó að hin reglubundna söfnun bleiku slaufunnar sé auðvitað á sínum stað, mikið er það framtak sem og fleiri safnanir fyrir krabbameinsfélögin eins og Dömulegir dekurdagar, þakkarvert. Þetta ár hefur raunar verið heltekið af sjúkdómsótta um veröld víða svo að mitt í öllu tilbreytingaleysinu tengdu ónefndri veiru kemur Bleiki mánuðurinn kannski ekkert mjög sterkur inn sem góð tilbreyting. Sjálfsagt eru fáir í miklu stuði til að ræða aðra sjúkdóma. Það er synd því að þrátt fyrir að Bleikur október sé tileinkaður boðflennunni Kröbbu þá hefur hann einmitt verið til þess fallinn að uppörva og styrkja krabbameinssjúka og ástvini þeirra og varpa ljósi á allt það jákvæða sem … Lesa meira
prestur