Skip to content

Month: January 2022

“Þannig ber að fullnægja öllu réttlæti”

Í ljóðinu Fæðing Ljóssins yrkir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Stilltur, hljóður

finnur geislinn sér

farveg gegnum

alheimsmyrkrið.

Kvikur, skarpur

glitrandi fagur

gullinn strengur.

Þegar lengst er nótt

enn sem fyrr

fæðing ljóssins.

( AÁS)

Já einmitt þegar lengst er nótt

enn sem fyrr fæðing ljóssins

Guð er að verki, við finnum ljós í langri nótt, þykku stingandi ullarteppi myrkursins, þá einmitt fæðist barn í fjárhúskofa og vonin kveikir ljós. Þess vegna lifum við af allskonar hremmingar í þessum heimi, andlegar sem líkamlegar, en við verðum líka að trúa því að við komumst í gegnum þær og þar höfum við ríkar skyldur gagnvart hvert öðru. Guð kveikir ljós og er ljós en okkar er að leiða hvert annað gegnum dimma dali í átt til ljóssins. Ef við undirbyggjum ekki jólin saman sem samfélag ef við flyttum ekki hvert öðru góðu fréttirnar um sigur kærleikans yfir hatrinu og styrk hinnar barnslegu og fölskvalausu … Lesa meira