Loksins, loksins, loksins. Loksins kom að því sem ég hef beðið svo lengi eftir.
Þegar ég var barn lét ég mig dreyma um að verða fullorðin. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að vera krakki þrátt fyrir að eiga hreint ágæta æsku. Fullorðinsárin heilluðu, mig langaði snemma að ráða mér sjálf og sá fyrir mér að sem fullorðinn einstaklingur myndi ég fá meira út úr lífinu. Loks kom að því að ég varð fullorðin samkvæmt lögum en þá fyrst fór lífið að verða verulega flókið, kvíði jókst og allskonar verkefni drógu verulega úr dýrðarljómanum sem hafði umlukið þá stöðu að teljast fullorðinn. Til að gera langa sögu stuttu er það fyrst núna sem ég er að upplifa eitthvað í líkingu við það sem ég lét mig dreyma um að væri ljómi fullorðinsára en ekki misskilja mig, ég hef átt frábært líf og guð minn almáttugur hvað oft hefur verið gaman, fyrir … Lesa meira