Tvær konur á tíræðisaldri urðu mér innblástur þessarar hugleiðingar. Önnur er tengdamóðir mín Sigurjóna Kristinsdóttir en hin er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti.
Á nýliðnu aðfangadagskvöldi þar sem tengdamóðir mín sat til borðs með okkur og hamborgarhryggurinn var að mjatla í gegnum meltingarkerfið ásamt rósakáli og brúnuðum kartöflum kom upp sú hugmynd meðal yngri kynslóðarinnar að kannski væri gaman að grípa í spil þegar pakkastundin væri afstaðinn. Með öðrum orðum þá var verið að leggja drög að dagskrá kvöldsins því ekki máttum við til þess hugsa að vera með öllu iðjulaus þegar búið væri að rífa utan af gjöfunum og eitthvað fannst okkur nú nöturlegt til þess að hugsa að liggja öll upp í sófa á samfélagsmiðlum. „Þegar ég var stelpa þá mátti alls ekki spila á aðfangadagskvöldi né jóladag og heldur ekki sauma út, pabbi sagði að þá gæti maður átt á hættu að stinga í Jesúbarnið“ sagði tengdamóðir mín … Lesa meira