Ég er af kraftgallakynslóðinni, það er kynslóðin sem hékk í bænum á föstudagskvöldum íklædd kraftgöllum með hálfs líters gosflöskur í hendi. Innvolsið var ýmist Kaptain Morgan í kók eða vodka í sprite. Kraftgallakynslóðin leiddi af sér foreldrarölt, mömmur og pabbar brugðu sér í skærgul vesti og gengu um bæinn til að hirða upp ælandi unglinga og senda þá heim í lögreglufylgd. Kraftgallar heyra næstum því sögunni til og unglingadrykkja hefur að sama skapi minnkað. Í upphafi tíunda áratugarins var það næstum því samfélagslega samþykkt að íslenskir unglingar veltust kófdrukknir í snjósköflum og rúlluðu niður grasi grónar brekkur svo framarlega sem þeir voru bara sæmilegar klæddir, helst í kraftgöllum. Sumir foreldrar brugðu á það ráð að kaupa vín fyrir börnin sín svo þeir vissu hvað þau væru að drekka „ Jæja elskan hér er einn kraftgalli og vodkapeli, ekki drekka neitt sem þú veist ekki hvað er því það gæti verið … Lesa meira
prestur