Skip to content

Month: March 2015

Kraftgallakynslóðin

Ég er af kraftgallakynslóðinni, það er kynslóðin sem hékk í bænum á föstudagskvöldum íklædd kraftgöllum með hálfs líters gosflöskur í hendi. Innvolsið var ýmist Kaptain Morgan í kók eða vodka í sprite. Kraftgallakynslóðin leiddi af sér foreldrarölt, mömmur og pabbar brugðu sér í skærgul vesti og gengu um bæinn til að hirða upp ælandi unglinga og senda þá heim í lögreglufylgd. Kraftgallar heyra næstum því sögunni til og unglingadrykkja hefur að sama skapi minnkað. Í  upphafi tíunda áratugarins var það næstum því samfélagslega samþykkt að íslenskir unglingar veltust kófdrukknir í snjósköflum og rúlluðu niður grasi grónar brekkur svo framarlega sem þeir voru bara sæmilegar klæddir, helst í kraftgöllum. Sumir foreldrar brugðu á það ráð að kaupa vín fyrir börnin sín svo þeir vissu hvað þau væru að drekka „ Jæja elskan hér er einn kraftgalli og vodkapeli, ekki drekka neitt sem þú veist ekki hvað er því það gæti verið … Lesa meira

Að ferðast um huga og heim

Ég var 13 ára þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda og þá til þriggja mánaða dvalar í Kaupmannahöfn. Pabbi hafði verið svo heppinn að fá aðstöðu í Jónshúsi til að sinna ritstörfum og við mamma fórum að sjálfsögðu með honum. Þetta var á miðjum vetri  og því varð það að samkomulagi milli foreldra minna og grunnskólans á Grenivík að ég fengi  frí með því skilyrði að ég sækti mér kjarngóða menntun í okkar gömlu höfuðborg. Það má kannski segja að þar hafi ég fetað í fótspor Fjölnismanna og fleiri merkra Íslendinga þó svo að eina sjálfstæðisbaráttan sem ég háði á þessum aldri sneri helst að notkun augnfarða sem pabba fannst náttúrlega hinn mesti óþarfi miðað við minn aldur og fyrri störf í sveitinni. Ég held reyndar að magn augnfarðans hafi eitthvað spilað inn í þessa baráttu. Pabbi hélt því staðfastlega fram að það væri bara Öskudagur einu sinni … Lesa meira

Hvernig ertu af geðhvarfasýkinni?

Eftir að pabbi var orðinn veikur af heilabilun fórum við fjölskyldan eitt sinn með honum á kaffihús í Reykjavík enda var sælkerinn seint frá honum tekinn þó minni og tjáning og hreyfigeta væru ekki eins og best verður á kosið. Pabba fannst alltaf svo gott að borða góðar tertur og drekka lútsterkt kaffi og ekki þótti honum síðra að njóta slíkra lystisemda með nánustu fjölskyldu, fólkinu sem elskaði hann bara fyrir það eitt að vera til. Þá sat hann þögull og hlustaði á skvaldrið í okkur og kímdi þegar hlátrasköllinn og vitleysisgangurinn var kominn yfir „eðlileg“ mörk, hann þekkti sitt fólk af andrúmsloftinu þó nöfnin væru farin að skolast til. Óöryggi er eitt af einkennum þessa sjúkdóms sérstaklega á fyrstu stigum þegar sjúklingurinn áttar sig enn á ástandi sínu, þá skiptir mjög miklu máli hvernig honum er mætt. Verst er að láta hann geta í eyðurnar og spyrja hvort hann … Lesa meira