Árið 2010 tóku ný hjúskaparlög gildi hér á landi sem höfðu m.a. þá mikilvægu breytingu í för með sér að bæði gagnkynja og samkynja pör gátu gengið í hjónaband innan íslensku þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara breytinga sem voru að mínu mati sannkallað heillaskref fyrir íslenska þjóð ásamt því að vera sterk skilaboð til umheimsins. Hjónabandið er því fyrst og síðast sáttmáli tveggja jafningja sem elska og virða hvorn annan og heita því að standa saman í blíðu og stríðu, það er nefnilega svo merkilegt að uppgötva að við elskum fyrst með höfði og hjarta en ekki kynfærum okkar eins dásamleg og þau geta verið sem tjáningarform. Hið svokallaða samviskufrelsi presta til að hafna því að gefa saman samkynja pör í hjónaband eru því að mínu mati óásættanleg skilaboð til þjóðarinnar. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hversu margir prestar eru líklegir til að nýta sér þessa … Lesa meira
prestur