Skip to content

Að hausti

Ljóð tileinkað degi íslenskrar náttúru 16.september 2015.

Þegar ég dey verður
Esjan á sínum stað
líka Gullfoss og Geysir
Kaldbakur og Kerling
Vaðlaheiði og Víkurskarð
Dettifoss og Dynjandi
og þessi eilífa hrynjandi
sem heyrist í lækjum að vori
og laufi að hausti
þegar vindurinn
kallar sumarið inn
og kyssir á kinn ( HEB)

Published inPistlar