1. Eigum við að fæðast til að deyja
Drottinn minn?
Er lífsbaráttan virði þess að heyja
Drottinn minn?
Er eilífðin þá búin til úr von?
Sem fengin er í samfylgd við þinn son
2. Ég bið þig Guð að vaka mér við hlið
hér í nótt
svo angist mín og reiði
hverfi skjótt
hér í nótt ég finn þinn anda nálgast
huga minn hann strýkur blítt um vanga mér og kinn
3. Í tárum þínum vakir okkar líf
mundu það
í hjarta þínu skjól okkar og hlíf
mundu það
hver snerting sem við áttum helg og sönn
mun hugga þig og styrkja’ í dagsins önn
4. Jesús vísar veginn
vittu til
trú þín sigrar beyginn
vittu til
er degi hallar, sólin kveður hljótt
er Guð að skapa ljós úr kaldri nótt