Skip to content

Month: March 2018

Og heimsfriður ríkja

Ég er komin heim af hælinu, þegar ég fór þangað hét ég því að eiga svo gott sem engin samskipti við annað fólk, upplifði að ég væri komin með ógeð af fólki, gekk um matsalinn í hettupeysu og joggingbuxum með fjarrænan svip eins og foreldrar mínir væru nýbúnir að taka af mér snjallsímann og eyða Snapchat reikningnum mínum. Ég forðaðist augnsamband við aðra, settist ein út í horn með diskinn minn og þóttist vera félagsfælin. Nokkrum dögum seinna var ég hins vegar komin á villingaborðið sem var að mestu skipað konum fimmtíu ára og eldri en þar var ekkert umræðuefni of heilagt til viðrunar, þar skapaðist líka dýrmæt vinátta, ég hlakkaði til hvern einasta morgun að borða hafragrautinn með þessum meisturum, unglingaveiki mín entist sumsé í heila tvo daga. Ég uppgötvaði þarna að nýfengin félagsfælnin sneri hreint ekkert að öðru fólki, heldur sjálfri mér, ég var bara komin með ógeð … Lesa meira

Við erum gangandi kraftaverk

“Ég er vistmaður á heilsustofnun og trúi á óhefðbundnar lækningar, vinsamlegast hringið á lögregluna.” Ein stærsta blekking mannkyns er líklega sú að halda að dag einn muni vísindin hafa svör við öllu og dauðanum líka. Rökhyggja og vísindi hafa gert kraftaverk á svo ótrúlega mörgum sviðum að það væri hreinlega til að æra óstöðugan að ætla sér að telja það allt upp. Við einfaldlega lifum lengur á þessari jörð vegna vísindanna, við þekkjum heiminn og líka geiminn vegna vísindanna, vísindi skapa frið en reyndar líka ófrið, stundum jafnvel hatur en aldrei ást, vísindin skapa lækningu en ekki beint heilbrigði því heilbrigði er eitthvað stærra og óáþreifanlegra en vísindin ein geta fangað. Hugsa sér, læknavísindin eru þess megnug að flytja líffæri manna á milli, koma fósturvísum fyrir í legi kvenna, græða stofnfrumur í fólk til að lækna ýmsa erfiða sjúkdóma, jafnvel geðsjúkdóma. En talandi um geðsjúkdóma, geðkvilla og hegðunarraskanir, þar eru … Lesa meira

Ætlarðu bara að hvílast þegar þú ert dauður?

Ertu útbrunnin? Spurði konan sem settist gegnt mér í matsalnum á fyrsta degi dvalar minnar hér á Heilsuhælinu í Hveragerði. “Nei nei ég er bara þreytt” svaraði ég afsakandi og hugsaði með mér að kannski hefði ég bara átt að svara spurningunni játandi og bæta síðan við að ég væri svo sjúklega útbrunnin að ég gæti alls ekki haldið uppi samræðum við ókunnuga en fannst það kannski helst til of harkaleg viðbrögð í garð konunnar sem eflaust vildi vel. Eftiráhyggja var reyndar ágætt að hún skyldi spyrja, þá neyddist ég til að segja upphátt og hnitmiðað hver ástæða dvalar minnar er, sem er einfaldlega sú að ég er þreytt. Ég verð fertug í næsta mánuði en er enn á þeim stað í lífinu að halda að ég megi ekki tala um eigin þreytu, eins og það sé bara eitthvað sem fólk geti orðað í fyrsta lagi um sextugt eftir tvö … Lesa meira