Ég er komin heim af hælinu, þegar ég fór þangað hét ég því að eiga svo gott sem engin samskipti við annað fólk, upplifði að ég væri komin með ógeð af fólki, gekk um matsalinn í hettupeysu og joggingbuxum með fjarrænan svip eins og foreldrar mínir væru nýbúnir að taka af mér snjallsímann og eyða Snapchat reikningnum mínum. Ég forðaðist augnsamband við aðra, settist ein út í horn með diskinn minn og þóttist vera félagsfælin. Nokkrum dögum seinna var ég hins vegar komin á villingaborðið sem var að mestu skipað konum fimmtíu ára og eldri en þar var ekkert umræðuefni of heilagt til viðrunar, þar skapaðist líka dýrmæt vinátta, ég hlakkaði til hvern einasta morgun að borða hafragrautinn með þessum meisturum, unglingaveiki mín entist sumsé í heila tvo daga. Ég uppgötvaði þarna að nýfengin félagsfælnin sneri hreint ekkert að öðru fólki, heldur sjálfri mér, ég var bara komin með ógeð … Lesa meira
prestur