Ég á aldraða móður sem segir mér oft sömu sögurnar aftur og aftur. Það athyglisverða er að henni tekst alltaf að segja þær aftur og aftur eins og hún sé að segja þær í fyrsta sinn. Pabbi hennar var nákvæmlega eins, fæddur 1901, loftskeytamaður á gömlu fossunum og sigldi í stríðinu, hann sagði manni sömu sögurnar aftur og aftur og alltaf eins og þær væru alveg glænýjar af færibandinu. Ég hitti hann reyndar ekki eins oft og mömmu þannig að í sjálfu sér kom það ekki að sök. Það gerir það heldur ekki með mömmu. Í sumar hóf hún eina af sínum stórbrotnu frásögum af bernskubrekum okkar systkinanna þegar ég byrjaði eitthvað að ranghvolfa augunum og dæsa, snarþagnaði þá sú gamla, horfði á mig með bland af sársauka og undrun í augum og sagði „viltu frekar að ég sé að tala um hægðir og heyrn á gamalsaldri, gigt og kæfisvefn?“ … Lesa meira
prestur