Þau eru auðvitað mörg áhyggjuefnin í dag, hvert sem litið er, Trump í Bandaríkjunum, Pútín í Rússlandi, plastmengun í sjó, matarsóun, öfgahópar, ójöfnuður, ófriður og offita, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Tilefni til kvíða eru svo víða að í raun eru órúlegt að við skulum yfirhöfuð ná að reisa höfuð frá kodda á morgni hverjum. Ef út í það er farið er alveg ástæða til að örvænta, heimurinn er hættulegur, ógnir liggja víða, óréttlætið grasserar sem aldrei fyrr og það sem meira er við getum ekki skýlt okkur bak við þægilega fáfræði vegna þess að við erum öll á samfélagsmiðlum þar sem áhyggjuefnin eru stöðugt til umræðu. Samt erum við hér að kveðja enn eitt árið og taka á móti nýju og einhvern veginn höfum við lifað af þetta ár þrátt fyrir allar þess áhyggjur og óleyst vandamál, er það ekki út af fyrir sig alveg stórmerkilegt? Mörg okkar … Lesa meira
prestur