Það er kona sem kemur hingað í kirkjuna á kyrrðarstundir í hádeginu á fimmtudögum og hefur raunar komið í mörg ár sem hefur einstakt lag á því að segja alltaf eitthvað fallegt við samferðarfólk sitt þegar stundinni lýkur. Reyndar er það ekki bara það sem hún segir sem skiptir máli heldur ekki síður hvernig hún segir það. Hún horfir alltaf í augu manns eins og maður sé eina manneskjan í heiminum sem þurfi á uppörvun að halda, stundum er hún örlítið voteygð af hrifnæmi sem gerir það að verkum að maður veit að hún er virkilega að meina það sem hún er að segja og að það sem hún segir kviknar af trú og kærleika. Þessi kona er ekki að tala um hvað maður sé í fallegum fötum eða hárgreiðslan sé fín eða maður hafi sagt gáfulega eða skemmtilega hluti á internetinu, nei hún segir frekar eitthvað á þessa leið„ … Lesa meira
prestur