Þegar Jesús er að reisa við lamað fólk samkvæmt frásögnum Biblíunnar er hann þá raunverulega að gefa mænusködduðu fólk mátt til að ganga eða er þessi lömun sem um ræðir kannski annars eðlis? Ég verð að viðurkenna að hérna áður fyrr þóttu mér kraftaverkasögurnar í Nýja testamentinum alltaf svolítið vandræðalegar, ég reyndi jafnvel að skauta framhjá þeim bæði í sunnudagaskólanum og í fermingarfræðslunni. Ég trúi nefnilega á algóðan Guð en ég hef aldrei verið upptekin af því að líta á hann eða hana sem almáttuga. Almættis stimpillinn er flókinn, lífið er fullt af þjáningu, gott fólk verður fyrir miklum harmi. Guð gaf okkur öllum líf en það er samt fjári ófullkomið , þetta er líf sem felur í sér þjáningar og dauða, á sama tíma er það líka fallegt og gott, það er raunar hvort tveggja í senn, aldrei bara gott og kannski aldrei bara slæmt. Ég hugsaði þetta einmitt … Lesa meira
prestur