Á dögunum dvaldi ég í Hamburg í Þýskalandi. Hamburg er fögur borg, hrein og tignarleg með fjölskrúðugt mannlíf og frábæra hundamenningu. Nú gerðist ég sjálf hundaeigandi fyrir um ári síðan er við festum kaup á hvítum Golden retriever hvolpi sem hefur tekið út sinn vöxt á vor og sumartíð og ber nafnið Kári. Kári er mikill gleðigjafi í okkar lífi, hann er hæglátur miðað við aldur, blíður á svip og ekkert alltof hugumstór né ákafur til verka (dregur nokkuð dám af eigendum sínum). Áður hafði ég bara átt hunda í sveit sem hlupu frjálsir um tún og engi og syntu í ánni þegar snjóa leysti. Það er allt önnur saga. Að eiga hund í bæ er nefnilega svolítið eins og að vera smitberi fuglaflensu, þ.e.a.s. þegar hundurinn er annars vegar og samt er nú Kári frekar mikill sjarmör. Hér á landi eru hundar undantekningarlaust í bandi og hafa færri staði … Lesa meira
prestur