Satt best að segja þá hef ég alveg gríðarlega trú á mannkyninu. Ég sinni þannig starfi að ég fæ aftur og aftur að reyna og sjá hvað fólk getur verið viturt og vel meinandi, kærleiksríkt og klárt. Eftir því sem árunum í preststarfinu fjölgar verð ég hreinlega bjartsýnni á framtíðina, mér finnst mannkyninu fara í heild sinni fram og nýjar kynslóðir bæta einhverju mikilvægu við það sem þegar hefur verið uppgötvað. Það má svo sem vera að ekkert sé nýtt undir sólinni en þó er ljóst að á hverri mínútu fæðist ný og einstök manneskja undir þessari sömu sól sem gefur fyrirheit um breytingar. Einmitt þess vegna þarf reglulega að endurskoða viðmið og gildi samfélagsins, þarfir og þjónustu eins og t.d. mannanafnanefnd. Ég efast ekki um að mannanafnanefnd hafi orðið til af einskærri umhyggju fyrir ómálga og ósjálfráða þegnum þessa lands sem eiga bara sakleysið eitt í hjarta sínu og … Lesa meira
prestur