Það er mikið talað um neikvæða umræðu í íslensku samfélagi, ráðamönnum þjóðarinnar verður sérstaklega tíðrætt um óvægna og ómálefnalega umræðu sem fram fer á samfélagsmiðlum. Það helgast nú kannski að því að umræðan hverfist mest um þeirra störf enda varða þau hag lands og þjóðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþingi varða manneskjur af holdi og blóði, þetta eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, húsnæðisöryggi, atvinnu, samgöngur, skipulag umhverfis og náttúruvernd svo fátt eitt sé nefnt. Í raun er það útópísk hugmynd að umræðan um ákvarðanir alþingis geti orðið eins og veðrið hér í Eyjafirðinum, alltaf sól og harðalogn. Já það er jafn óraunhæft og halda að maður geti lifað í átakalausu hjónabandi, þegar grundvallarhagsmunir eru annars vegar eru manneskjum eðlislægt að sýna sterkar tilfinningar og takast á, ef við hættum því sem þjóð erum við sennilega öll orðin dofin af þunglyndi og kvíða og sjáum … Lesa meira
prestur