Móðir mín hefur alla tíð haldið því fram að ég hafi fæðst fullorðin, í fyrsta lagi var ég tæpar 20 merkur við fæðingu og höfuðmálið með slíkum ósköpum að mér finnst stundum eins og mamma sé enn tæpum fjörutíu árum síðar að velta fyrir sér hvernig þetta gat gerst. Mamma hefur oft rifjað upp að mér hafi legið reiðinnar býsn á að byrja að ganga og að ég hafi gengið upp og niður stigana heima í Laufási aðeins ársgömul, án þess að halda í handriðið. Mamma er reyndar hálfur vestfirðingur og lætur sögugenin oft hlaupa með sig í gönur, þarna held ég reyndar að hún sé að smyrja allverulega á staðreyndir málsins. Engu að síður er það rétt að ég var nokkuð kotroskinn krakki, ég man nefnilega sjálf hvað ég hlakkaði til að verða fullorðin, það sem mér fannst erfiðast að upplifa sem barn var ef ég fullorðið fólk tók … Lesa meira
prestur