Skip to content

Month: September 2015

Að finna styrk í vanmætti sínum

Móðir mín hefur alla tíð haldið því fram að ég hafi fæðst fullorðin, í fyrsta lagi var ég tæpar 20 merkur við fæðingu og höfuðmálið með slíkum ósköpum að mér finnst stundum eins og mamma sé enn tæpum fjörutíu árum síðar að velta fyrir sér hvernig þetta gat gerst. Mamma hefur oft rifjað upp að mér hafi legið reiðinnar býsn á að byrja að ganga og að ég hafi gengið upp og niður stigana heima í Laufási aðeins ársgömul, án þess að halda í handriðið. Mamma er reyndar hálfur vestfirðingur og lætur sögugenin oft hlaupa með sig í gönur, þarna held ég reyndar að hún sé að smyrja allverulega á staðreyndir málsins. Engu að síður er það rétt að ég var nokkuð kotroskinn krakki, ég man nefnilega sjálf hvað ég hlakkaði til að verða fullorðin, það sem mér fannst erfiðast að upplifa sem barn var ef ég fullorðið fólk tók … Lesa meira

Í fangabúðum

Í sumarfríinu mínu í ár sem ég varði í Frakklandi og á Spáni las ég m.a. dagbók Leifs H Muller sem ber heitið Í Fangabúðum Nazista. Ég verð að viðurkenna að lestur þessarar bókar í sumarfríi á suðrænum slóðum þar sem mínar helstu áhyggjur sneru að því hvað ætti að vera í kvöldmatinn og hvort drykkirnir væru orðnir nógu kaldir, reyndist næstum súrrealískur. Mér leið eins og ég væri að ganga um fátækrahverfi Ríó De Janeiro í milljón króna pels með rjómatertu í kjaftinum. Það er hins vegar þannig með þessa bók að maður getur ekki lagt hana frá sér eftir að hún hefur verið opnuð. Lýsingar Leifs á aðbúnaði bæði í Grini, norsku fangabúðunum sem voru rétt utan við Osló og síðar í Sachsenhausen í Þýskalandi eru svo sláandi að maður getur ekki hætt. Frásögnin er bæði nákvæm og hispurslaus, það kemur fram í eftirmála bókarinnar sem er skrifaður … Lesa meira

Hugrökk en ekki heimóttarleg

Við erum spendýr með frumþarfir eins og önnur spendýr. Við þurfum að borða, sofa, stunda kynlíf, skila úrgangi og svo höfum við innbyggð varnarviðbrögð gagnvart þeim sem ætla að ráðast á afkvæmi okkar. Það sem hins vegar skilur á milli okkar og annarra spendýra er að við höfum hæfileika til að setja okkur í spor annarra, við finnum til samkenndar með öðrum. Þegar best lætur finnum við líka til samkenndar með okkur sjálfum sem er mjög gott meðal gegn þunglyndi og kvíða og öðrum andlegum meinum. Ég átti einu sinni kött sem ég náði engum tengslum við enda held ég að honum hafi verið skítsama um mig, svo framarlega sem hann fékk að éta og skíta í hreinan sand var hann sáttur við sambúð okkar. Ég var hins vegar ekki eins sátt enda hafði kötturinn þann leiða ávana að labba upp á eldhúsborði og yfir alla skápa og hillur eins … Lesa meira

Að hausti

Ljóð tileinkað degi íslenskrar náttúru 16.september 2015.

Þegar ég dey verður
Esjan á sínum stað
líka Gullfoss og Geysir
Kaldbakur og Kerling
Vaðlaheiði og Víkurskarð
Dettifoss og Dynjandi
og þessi eilífa hrynjandi
sem heyrist í lækjum að vori
og laufi að hausti
þegar vindurinn
kallar sumarið inn
og kyssir á kinn ( HEB)… Lesa meira

Fótbolti og messutón

Ég þykist nú oft hafa vit á ýmsum hlutum en ef það er eitthvað sem ég verð af fullu æðruleysi að játa mig sigraða gagnvart þá er það fótbolti. Ég hef nákvæmlega ekkert vit á fótbolta og hingað til engan áhuga heldur. Þó hafa örlögin hagað því þannig til að allt frá frumbernsku hafa þessi seiðandi vallarhróp ómað í eyrum mér. Í gegnum sjónvarpið hljóma þau sem notalegur ölduniður og í minningunni samlagast þau messutóninu á sunnudögum þegar pabbi æfði sig við fótstigna orgelið á efri hæðinni á meðan bróðir minn horfði á enska boltann niður í kjallara. Í dag bý ég svo með þremur karlmönnum sem allir hafa gríðarlegan áhuga á fótbolta þannig að sagan hefur endurtekið sig, ég raula messutónið í sturtunni á sunnudögum og þeir horfa á enska boltann á meðan.
Það hefur stundum verið talað um að fótbolti sé eins konar trúarbrögð, að því leyti sem … Lesa meira