Ég er alltaf að bíða eftir því að Guð segi mér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Ástæðan fyrir því að ég fór í guðfræði á sínum tíma og tók vígslu var eiginlega sú að ég hélt að ég gæti ekki neitt annað. Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun. Þegar ég var nývígð 27 ára gömul og reyndi að ganga í prestaskyrtu innan um annað fólk leið mér alltaf svolítið eins og ég hefði orðið eftir við dimmiteringu … Lesa meira
prestur