Ég hef aldrei heyrt um að Jesús hafi orðið hneykslaður. Samkvæmt guðspjöllunum varð hann reiður, sár og þreyttur, hann grét en var aldrei hneykslaður. Ef maður pælir í því þá er heldur ekkert gagnlegt að hneykslast, skilar engu nema sóun á dýrmætum tíma, það fæðist engin niðurstaða af hneyksluninni. Reiðin getur hins vegar verið gagnleg og jafnvel falleg, sérstaklega þegar hún kviknar af ríkri réttlætiskennd sem er borin uppi af djúpri samkennd. Og grátur er ekkert annað en móðir mannlegra tilfinninga, grátur er meðal annars staðfesting á ást,þakklæti og samúð.
Ég varð vitni að tónlistaratriði Reykjavíkurdætra síðastliðið föstudagskvöld í sjónvarpsþættinum hans Gísla Marteins. Ég viðurkenni að hafa ekki rýnt mikið í efnisleg atriði lagsins en man að ég hugsaði samt á einhverjum tímapunkti að það væri orðið svolítið langt enda var ég að bíða eftir næsta þætti af Barnaby lögreglufulltrúa, ég er nefnilega orðin svolítið miðaldra og farin að meta … Lesa meira
prestur