Stundum þarf bara eina spurningu eins og þá sem útvarpsmaðurinn bar fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og til verður heil ræða. Spurningin varðaði það hvernig við gætum tekist á við gráan hversdagsleikann eftir að hafa notið birtu jólanna og hátíðleikans sem umlykur okkur í desembermánuði. Svar mitt við spurningu útvarpsmannsins var í stuttu máli það að jólin ættu í raun að vera grundvöllur hversdagsleikans allan ársins hring. Jesús tjaldaði ekki til einnar nætur hér á jörð þótt hann hefði skamma viðveru í Betlehem forðum. Þess vegna á boðskapur jólanna um frið og kærleika og samkennd að vera undirtónn hvers dags sem við lifum. Ég er stundum spurð að því sem prestur hvort það sé ekki óvenju mikið að gera hjá mér um jól og fylgir þá spurningunni jafnan sá hljómur að það hreinlega hljóti að vera, svar mitt kemur því mörgum á óvart því sannleikurinn er sá … Lesa meira
prestur