Skip to content

Month: July 2020

Fávitinn

Þetta er ekki skrifað til að segja „ Sjáið sjáið! hvað ég er góð og hvað ég geri alltaf allt rétt og fallega í lífinu mínu.“ Af því að það er einfaldlega ekki þannig. Ég er oft fáviti, tala stundum illa um annað fólk, öfunda, finn til afbrýðissemi, er löt, heimsk og óheiðarleg. Ég hef sannarlega sært fólk og svikið.

Minn stóri kostur miðað við að vera fáviti er hins vegar sá að mér dettur ekki eina stund í hug að ég sé eitthvað annað en þessi umræddi fáviti og þegar öllu er á botninn hvolft hef ég fundið það út að hlutverk mitt sem fávita í lífinu sé að  hjálpa öðrum að bera kennsl á fávitann innra með sér. Mér þykir alveg vænt um fávitann mig og ég held meira að segja oft með honum, það kemur til af því að Jesús sem ég treysti best af öllum hefur … Lesa meira

Gjaldkerinn hennar mömmu

Mamma mín er 84 ára að aldri, hún er nákvæmlega helmingi eldri en ég. Mamma var sum sé 42 ára þegar hún átti mig og þótti nokkuð seint í þá daga þegar flestir höfðu lokið barneignum fyrir þrítugt. Mamma er víðlesin, athugul, húmorísk og enn býsna minnug á meðan skrokkurinn er farinn að hopa undan tímans þunga nið. Undanfarin ár hefur sjúkrahúslegum fjölgað ört. Það sem af er þessu ári hefur mamma tvisvar verið flutt fárveik á sjúkrahús með sýkingar sem herja á öldruð líffærin. Ellin getur verið erfið og ágeng og eins gott að æðruleysi fylgi oft auknum aldri. Mamma hefur nú legið á sjúkrahúsi undanfarnar tvær vikur en er öll að hjarna við. Sú staðreynd að lungnabólga og léleg súrefnismettun, hár hiti og öndunarfiðleikar hafi herjað á móður mína kemur þó ekki í veg fyrir að hún muni eftir að greiða sínar skuldir. Sem prókúruhafi hennar fól hún … Lesa meira

Það sem hefur bjargað lífi mínu

Það eru ákveðnir hlutir sem maður tileinkar sér í lífinu og viðheldur án þess að fá strax svör við því hvers vegna. Það getur meira að segja verið eitthvað sem maður þarf að eyða orku í að réttlæta fyrir öðrum eða jafnvel sjálfum sér. Af einhverri óútskýrðri þrautseigju heldur maður samt áfram að iðka sitt af því að einhver staðar í undirmeðvitundinni skynjar maður að það er einfaldlega rétt og kannski liggur það ekki einu sinni svo djúpt sem í undirmeðvitundinni heldur einfaldlega í brjóstvitinu þar sem ég held að himnaríki okkar sé fyrst að finna. Tvennt hef ég iðkað frá unga aldri sem mér hefur verið gert að réttlæta fyrir öðru fólki á ákveðnum stundum og tímabilum í lífi mínu. Annars vegar er það trúin á Jesú Krist og hins vegar eru það útihlaup. Nú hefur það sannast að hvort tveggja mun hafa bjargað í lífi mínu, í sko … Lesa meira