Þetta er ekki skrifað til að segja „ Sjáið sjáið! hvað ég er góð og hvað ég geri alltaf allt rétt og fallega í lífinu mínu.“ Af því að það er einfaldlega ekki þannig. Ég er oft fáviti, tala stundum illa um annað fólk, öfunda, finn til afbrýðissemi, er löt, heimsk og óheiðarleg. Ég hef sannarlega sært fólk og svikið.
Minn stóri kostur miðað við að vera fáviti er hins vegar sá að mér dettur ekki eina stund í hug að ég sé eitthvað annað en þessi umræddi fáviti og þegar öllu er á botninn hvolft hef ég fundið það út að hlutverk mitt sem fávita í lífinu sé að hjálpa öðrum að bera kennsl á fávitann innra með sér. Mér þykir alveg vænt um fávitann mig og ég held meira að segja oft með honum, það kemur til af því að Jesús sem ég treysti best af öllum hefur … Lesa meira