Hundurinn minn hann Kári á afmæli í dag með því fagnar hann þremur árum af fullkomlega meðvirku lífi og tilfinningalegu ósjálfstæði en það er allt í lagi vegna þess að hann er hundur. Kári er af tegundinni Golden Retriever, tígulegur að vexti með ljósan makka og brún augu sem tjá hreina sál. Kári teppaleggur stofuna mína daglega upp á nýtt en ég fyrirgef honum það af því að hann er hæglátur og geltir nánast aldrei, mér leiðast hundar sem gelta mikið, þeir hljóta að vera með skert skammtímaminni, þeir virðast gleyma jafnóðum skömmum eigenda sinna og hræðsluglampanum í augum vegfarenda. Kári vekur jafnan jákvæð viðbrögð meða gesta og gangandi, það er bókstaflega ekkert ógnandi við hann. Kári er enginn varðhundur, ef hann væri blaðamaður myndi hann eingöngu skrifa fréttir af ástarmálum fræga fólksins og tilkynningar um áramótabrennur og týnd gæludýr. Ég hef stundum spurt manninn minn hvort hann haldi að … Lesa meira
prestur