Ég er alin upp með ferðamönnum og þess vegna þykir mér mjög vænt um þá. Ég sleit barnsskónum í Laufási við Eyjafjörð. Margir merkir klerkar hafa setið þann stað enda verið þar kirkja frá fyrstu kristni, sennilega er Björn Halldórsson þeirra þekktastur en hann þjónaði í Laufási á 19.öld og orti marga fallega sálma þar á meðal jólasálminn hugljúfa „Sjá himins opnast hlið.“ Kirkjan í Laufási var byggð árið 1865 og einnig er þar torfbær sem var byggður upp í tíð séra Björns á árunum 1866 – 1870, bærinn stendur enn í sinni upprunalegu mynd Foreldrar mínir sátu staðinn í 25 ár, pabbi var prestur og mamma svona „aðstoðarprestur“ í sjálfboðastarfi því hún helgaði líf sitt starfi kirkjunnar og hélt stórt og gestkvæmt heimili, annars er hún menntaður hárgreiðslumeistari svo því sé til haga haldið. Ég er yngst sex systkina, á sumrin sýndum við ferðamönnum gamla bæinn . Yngra systkini … Lesa meira
prestur