Í dag höldum við allraheilagramessu hátíðlega en síðustu þrjúhundruð ár eða svo hefur þessi dagur verið helgaður öllum látnum sálum í kristinni kirkju þótt hann eigi sér mun lengri sögu úr kaþólskri trú af því að vera dagur látinna píslarvotta og þar af leiðandi dagur allra þeirra dýrlinga sem ekki eiga sér sérstakan dag í kirkjuárinu. Fyrsti sunnudagur í nóvember mánuði er því sérstaklega helgaður minningu látinna í evangelískri lútherskri kirkju og er það mjög fallegt, merkingarbært og mikilvægt.
Um leið og við hugsum til látinna ástvina og samferðarfólks er eðlilegt að sorgin láti á sér bæra, hún er jú gjaldið sem við greiðum fyrir að eiga ástvini og náin tengsl við dauðlegar verur. Sú manneskja sem kysi að vera alfarið laus undan sársauka sorgarinnar þyrfti jafnframt að velja að eiga alls engin tengsl við menn og dýr á ævigöngu sinni. Það sem meira er, hún þyrfti líka að velja … Lesa meira