Bandarískt samfélag brennur af angist í kjölfar andláts blökkumannsins George Floyd eftir óskiljanlega handtöku tveggja lögreglumanna sem sinntu ekki ákalli þolanda né sjónarvotta um að láta af hrottaskap sem að lokum dró sakborning til dauða. Sakargiftir voru grunur um að Floyd hefði greitt fyrir vöru með fölsuðum peningaseðli, brot sem á engan hátt getur kallað á svo ofsfengin viðbrögð af hálfu yfirvalda. Aftökunni er nú mótmælt harðlega en þjóðvarnarlið hefur verið virkjað í tuttugu og sex fylkjum Bandaríkjanna.
Andlát George Floyd er talið vera dropinn sem fyllir mæli eftir áralanga eða raunar aldalanga mismunun þeldökkra og hvítra innan Bandaríkjanna sem kristallast hefur meðal annars í harkalegri framgöngu lögreglu gagnvart fyrrnefndum hópi.
Það er í raun eitthvað svo óraunverulegt að sitja árið 2020 og skrifa pistil um kerfislægt ofbeldi gegn þeldökku fólki og aðskilnaðarstefnu sem leynt og ljóst gildir í lýðræðisríki líkt og Bandaríkjunum. En þar liggur einmitt kannski kjarni málsins, … Lesa meira