Ég sat með ungum nýgiftum hjónum á dögunum þar sem við ræddum m.a. breytingar á stefnumótamenningu landans. Þau voru að uppfræða okkur gamla fólkið um ný öpp sem eru til þess gerð að para fólk saman eftir áhugamálum, útliti ofl sem hægt er að greina á rafrænu formi, eitt það vinsælasta kallast Tinder og er víst að gera allt vitlaust og ef fram heldur sem horfir stefnir í alsherjar barhrun hér á landi enda þurfa menn nánast að verða sér út um kúlulán til að fjárfesta í einum perlandi á íslenskri krá . Á Tinder fer fram mjög markviss flokkun í annað hvort já eða nei og ef tveir aðilar segja já við hvor öðrum þá fer eitthvert ferli af stað sem getur leitt til þess að fólk hittist. Þetta er ekki ósvipað þeim tímamótum þegar heimabankarnir komu til sögunnar og maður þurfti ekki lengur að bíða pirraður í röð … Lesa meira
prestur