Þegar ég var 10 ára var ég haldin alveg gríðarlegum menningar og menntahroka. Þá hafði ég einhvern veginn mjög sterkt á tilfinningunni að ég væri bullandi námsséni og ætlaði mér sko ekki að sættast á minna en eina doktorsgráðu þegar ég yrði stór, helst tvær. Þetta gerði það að verkum að ég var óforbetranlegur bessewisser og stóð kinnroðalaust aftur og aftur upp í hárinu á kennurum mínum með ósvífni og þótta að vopni, enn í dag grunar mig að eurovisionframlagið „Þá veistu svarið“ í flutningi Ingibjargar Stefánsdóttur hafi verið óður til bernsku minnar. Menningarhroki minn fólst aðallega í því að vera undantekningarlaust sammála föður mínum þegar kom að því að ræða tónlist, hann hafði alveg heiðarlega yndi af klassískri tónlist, hann gat setið og lygnt aftur í augunum í stofusófanum og hlustað á Joan Sutherland, Jussi Björling, Verdi, Vivaldi ofl án þess að láta truflast af umhverfinu. Mér fannst hins … Lesa meira
prestur