“Jæja Hildur mín stökktu nú yfir hestinn, svona láttu nú bara vaða, þú getur þetta.“ „Er það skylda?” spyr ég með skjálfandi röddu og horfi á alla hina krakkana í bekknum sem eru flest einum fimmtán kílóum léttari en ég, sumar stelpurnar jafnvel tuttugu. Það gerðist eftir að ég uppgötvaði ristað brauð með smjöri og rabbabarasultu og fannst dálítið fín hugmynd að borða kannski fjórar sneiðar í staðinn fyrir tvær. „Já, það er skylda og nú lætur þú bara vaða Hildur Eir“, segir Guðrún íþróttakennari og horfir á mig hvössum augum, varirnar bera gamal gróinni festu glöggt merki, þessi íþróttakennari er með svo langar fætur að hún veit ekki einu sinni hvað það er að stökkva, hún gæti hæglega klofað yfir hestinn þannig að ég er ekki líkleg til að kveikja nokkra samúð hjá henni. Ég er 10 ára og ég hata íþróttir og ég veit að nú er engin … Lesa meira
prestur