Að taka niður æviatriði um látið fólk og undirbúa þannig minningarorð með aðstandendum er í senn gefandi og vandasamt. Það eru raunar mikil forréttindi að fá að annast slíka þjónustu ekki síst þar sem hún er mjög menntandi fyrir prestinn. Fyrir manneskju eins og mig sem hafði oft nokkuð takmarkaða einbeitingu í skóla og átti til að sigla þöndum hugseglum inn í dagdraumana er mjög magnað að geta setið með fólki og hlustað á lífssögu ástvinar sem ég aldrei þekkti, án þess að missa úr eitt einasta orð. Ég hugsa að ef öll mín skólaganga hefði byggst upp á því að heyra ævisögur fólks þá hefði ég sennilega endað með a.m.k fimm háskólagráður. Þessar stundir sem eru nokkuð tíðar þar sem ég þjóna stórum söfnuði eru svolítið eins og örnámskeið í alþýðufræðum. Kynslóðin sem er fædd snemma á 20.öld er nú smátt og smátt að kveðja og þetta er fólkið … Lesa meira
prestur