Nú stendur yfir meistaramánuður í íslensku samfélagi, þátttaka er vissulega valkvæð en áhrifa gætir engu að síður í almennri umræðu, sumir taka þetta alvarlega og setja sér mjög skýr markmið á meðan aðrir hafa nákvæmlega engan áhuga á því að taka þátt.
Ég hef persónulega ákveðið að verja meistaramánuðinum í það hafa örlítið eða jafnvel talsvert meiri samúð með sjálfri mér og helst ekki hætta því þegar nóvember gengur í garð því þá reynir nú fyrst á sjálfsástina er jólaannir þokast nær.
Nú gæti verið að einhverjir túlki þetta markmið mitt annars vegar sem yfirgengilega sjálflægni eða hreinlega aumingjaskap enda lifum við í tíðaranda sem er sífellt að krefjast þess að við herðum okkur, gefum í, bætum við, eflum sektarkenndina og síðast en ekki síst bjóðum skömminni í kaffi.
Þegar ég var átta ára gömul var ég látin læra svokallaða speglun í stærðfræði í Grenivíkurskóla, ég man að foreldrar mínir … Lesa meira