Mamma mín sem er komin nálægt áttræðu hefur alltaf haldið tvennu fram um hjónabandið. Annars vegar því sem hún hamraði á við mig þegar ég var yngri að ég skyldi ekki ná mér í maka fyrr en ég væri fyrsta lagi orðin 25 ára, því til rökstuðnings benti hún á sitt eigið hjónaband en foreldrar mínir voru komnir af léttasta skeiði miðað við þeirra tíðaranda þegar þau giftu sig, þau voru s.s. 26 ára. Mamma sagði alltaf og ég veit að hún meinti það vel að hún hefði sjálfsagt aldrei haft smekk fyrir honum pabba mínum þegar hún var t.d. 18 ára, „Hildur mín hann var náttúrlega lágvaxinn og feitlaginn en með alveg gríðarlegan sjarma, en maður þarf að vera búin að taka út svolítinn þroska til að koma auga á slíkt.“ Mér fannst pínu eins og hún væri að segja mér að ég skyldi bíða sjálf þangað til ég … Lesa meira
prestur