Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Af áráttu og þráhyggju

Ég er haldin áhugaverðri röskun sem á fræðimáli er skammstöfuð OCD eða obsessive compulsive disorder en kallast einfaldlega áráttu og þráhyggjuröskun á íslensku. Þessi lífsförunautur sem ég valdi ekki sjálf að gefast, tróð sér inn í líf mitt þegar ég var á táningsaldri, ég man alltaf fyrstu heimsókn hans en það var um jólaleytið þegar ég var í 8.bekk og hafði venju samkvæmt sent öllum bekkjarsystkinum mínum jólakort, á einhverjum tímapunkti eftir að kortin fóru í póst áttaði ég mig á því að ég hafði skrifað jól með stórum staf inn í öll kortin, ég hafði s.s. gert þau afdrifaríku mistök á annars hnökralausum vetri og við tók jólafrí þar sem sú hugsun barði á sálarlífi mínu og sjálfsmynd að nú héldi allur bekkurinn að ég væri tiltölulega illa gefin. Svo liðu árin og þessi áleitna boðflenna gerði æ oftar vart við sig, fullkomnunarárátta sem gjarnan beindist að einhverju sem … Lesa meira