Ég heiti Hildur Eir og safna óvenjulegum greiningum. Geðkvillinn sem hefur fylgt mér frá unglingsaldri heitir árátta og þráhyggja. Yfir honum hefur hvílt þögn og skömm til þessa dags og einmitt þess vegna ákvað ég fyrir nokkrum árum að skrifa um hann bók, ekki dagbók fyrir sjálfa mig að lesa heldur bók sem var gefin út í nokkur þúsund eintökum og seldist ágætlega í flestum bókabúðum landsins. Gömul vinkona sagði við mig ekki alls fyrir löngu „ Hildur þú hefur nú alltaf haft smá þörf fyrir að ögra“ ég hugsa að þannig hafi ég verið sem unglingur eitthvað fram eftir aldri. Það sem hefur átt sér stað á seinni árum þegar ég hef brotist fram með allskonar yfirlýsingar og efnislýsingar á oft undarlegri lífsreynslu tengist miklu fremur minni eigin forvitni og undrun yfir lífinu og vangetunni til að halda kjafti um það. Mér finnst einhvern veginn að sem samferðamanneskja annarra … Lesa meira
prestur