Við eigum eftir að læra heilmikið af þessari kórónaveiru og uppgötva ýmislegt sem varpar ljósi á allt hið þakkarverða í okkar daglega lífi. Eitt það fyrsta sem mér dettur í hug er snertingin. Snerting segir svo margt, oft miklu meira en talað mál. Um helgina hef ég þjónað við tvær litlar skírnarathafnir þar sem fjölskyldur hafa komið saman til að fagna nýjum fjölskyldumeðlim og allri þeirri ást og þeirri gleði sem eitt lítið barn ber inn í heiminn. Þá er auðvitað mjög skrýtið og erfitt að mega ekki snertast, geta ekki faðmað foreldrana að athöfn lokinni, ömmurnar og afana og alla sem eru fullir af einlægum tilfinningum við stund sem er svo langt frá því að vera sjálfsögð, stund sem er svo máttug í varnarleysi barnsins. Maður er aldrei jafn glaður en um leið biðjandi eins og við skírn ungbarns. Þá er líka svo skrýtið að þegar ekki má snertast … Lesa meira
prestur