Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Líf eftir skilnað

Mikið óskaplega er nú gott að maður skuli ekki geta séð inn í framtíðina, ég hef raunar aldrei skilið þörf fólks fyrir  að láta spá fyrir sér, ef það er eitthvað sem lífið hefur nú þegar kennt mér er að það er mikil blessun að þekkja ekki morgundaginn. Samt á maður alltaf að gera ráð fyrir morgundeginum og það sem meira er, gera ráð fyrir að hann verði býsna góður, sú von bætir nefnilega daginn í dag  sama hvernig hann nú annars er. Sautján ára gömul kærasta sonar míns spurði mig á dögunum hvort það væri ekki vont að fæða barn, ég hugsaði mig um, horfði í sautján ára augu hennar og svaraði „ ekki svo mjög því sársaukinn hefur jákvæðan tilgang.“  Svar mitt var auðvitað hvít lygi, allar konur sem fætt hafa barn vita að það er engin spameðferð að þrýsta heilli manneskju út um klofið á sér, nákvæmlega … Lesa meira

Að hlýða yfir tilfinningar

Flestir foreldrar geta verið sammála um það að tíminn þar sem börnin ung og ómálga veikjast sé mjög erfiður og kvíðavekjandi. Það er svo vont að horfa upp á vanlíðan ungbarns og vita ekki hvað amar að, það er á þeim stundum sem maður væri tilbúinn án umhugsunar að skipta við barnið og taka á sig þjáningar þess. Ég minnist þess einmitt sem móðir hvað mér var létt þegar drengirnir mínir voru komnir á þann aldur að geta tjáð sig og ég þurfti ekki lengur að mála skrattann á vegginn í hvert skipti sem þeir fengu smá hitavellu og skældu af vanlíðan.

Í síðasta fermingartíma í kirkjunni gerði ég dálitla könnun þar sem um var að ræða hóp fjörutíu unglinga. Ég bað þau sem ættu auðvelt með að spjalla um íþróttir að rétta upp hönd og er skemmst frá því að segja að næstum allur hópurinn rétti upp hönd. Næst … Lesa meira

Guð býr í seiglunni

Fáar lýsingar á trúartrausti hafa haft jafn mikil áhrif á mig og sú sem ég upplifði á dögunum í samtali við uppkomin börn manns sem mér var falið að jarða.

Eitt barna hans fékk að gjöf í æsku bókina Bróðir minn Ljónshjarta sem pabbinn vildi þá endilega fá að lesa og það var einmitt svo lýsandi fyrir hann að staðnæmast við lokasetningu bókarinnar þar sem Snúður kallar á bróður sinn Ljónshjarta og segir „ Já Jónatan ég sé ljósið, ég sé ljósið“ því án þess að hafa um það mörg orð sáði hann trúarvissu í hjarta barnsins með því að vera sjálfur upptekin af einmitt þessari setningu, sem í einfaldleika sínum lýsir svo mikilli von.

Börnin lýstu því svo að faðir þeirra hefði átt  náttúrulega og áreynslulausa trú. Hann var ljóðelskur og oftar en ekki skynjuðu börnin trúarsannfæringu föðurins í gegnum ljóðin og textana sem hann unni og kunni vegna … Lesa meira

Hamingjan er hér

Þau eru auðvitað mörg áhyggjuefnin í dag, hvert sem litið er, Trump í Bandaríkjunum, Pútín í Rússlandi, plastmengun í sjó, matarsóun, öfgahópar, ójöfnuður, ófriður og offita, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Tilefni til kvíða eru svo víða að í raun eru órúlegt að við skulum yfirhöfuð ná að reisa höfuð frá kodda á morgni hverjum. Ef út í það er farið er alveg ástæða til að örvænta, heimurinn er hættulegur, ógnir liggja víða, óréttlætið grasserar sem aldrei fyrr og það sem meira er við getum ekki skýlt okkur bak við þægilega fáfræði vegna þess að við erum öll á samfélagsmiðlum þar sem áhyggjuefnin eru stöðugt til umræðu. Samt erum við hér að kveðja enn eitt árið og taka á móti nýju og einhvern veginn höfum við lifað af þetta ár þrátt fyrir allar þess áhyggjur og óleyst vandamál, er það ekki út af fyrir sig alveg stórmerkilegt? Mörg okkar … Lesa meira

Í andardrættinum

Í nýútkominni ljóðabók sinni Haustaugu yrkir öldungurinn Hannes Pétursson eftirfarandi ljóð

 

Hinstu þakkarorð sem ég skrifa

þau skrifa ég

eingöngu

með andardrætti mínum

 

á örk

úr alhvítri birtu.

 

Þau orð

munu ástvinir mínir

einir geta lesið.

 

Þau skildu ævinlega

andardrátt minn

 

Er ekki ástin einmitt það að þekkja andardrátt þess sem þú elskar? Er það að elska ekki einmitt að leggja sig eftir andardrættinum og festa sér í minni? Manstu þegar þú varst heima með hvítvoðung, vaknaðir um miðja nótt til að hlusta eftir andardrætti hans, lagðir fingur að vitum barnsins til að gá hvort  andaði ekki örugglega? Þekkja ekki allir foreldrar þann gjörning meðan börnin eru svona agnarsmá og varnarlaus?

Ég stóð inn í bókabúð á aðventunni og fletti í gegnum jólabækurnar, kom þá auga á þessa bók hans Hannesar, eins af mínum eftirlætis skáldum, svo  flínkur að teikna upp fallegar myndir, vitur og … Lesa meira

Vitið er í vanmættinum

Þegar faðir minn lést fyrir um áratug stóð ég á þrítugu og hafði þá starfað sem prestur í um þrjú ár. Ég minnist þess að vinir höfðu á orði við andlát hans að nú kæmi sér vel fyrir mig að vera prestur og þekkja sorgarferlið sem slík. Ég var þó fljót að komast að því að enginn er prestur í eigin sorg.

Á þessari aðventu fæst ég við annars konar sorg sem tengist breytingum á fjölskylduhögum og aftur er ég minnt á það að enginn er prestur í eigin sorg. Já jafnvel þó ég hafi starfað við að liðsinna hjónum á tímamótum sem þessum í ein þrettán ár get ég engan veginn sest andspænis sjálfri mér og heyrt og skilið eigin hugsanir og líðan, ég þarf speglun eins og allir aðrir sem hafa gengið í gegnum það sama. Sem betur fer bý ég þó svo vel að eiga vandaða og … Lesa meira

Nakið fólk

Ég viðurkenni það að vera á stundum sködduð af starfi mínu sem prestur. Þá á ég til dæmis við þá staðreynd að vera alltof áhyggjufull um börnin mín og jafnvel of verndandi. Ég reyni samt hvað ég get að hemja mig gagnvart þeirri freistingu að láta syni mína ganga með ökklaband eða einhvern annarskonar staðsetningarbúnað og ég reyni líka að hemja mig í símhringingum yfir daginn, þá er ég vissulega hætt að fara inn til þeirra á kvöldin til að gá hvort þeir andi, þeir eru nú líka 10 og 16 ára og sá eldri kominn með kærustu. Í sumar gekk ég á fjall með hópi fólks og var um tíma samferða viðræðugóðum kvenlækni sem tjáði mér að hún væri haldin nákvæmlega sömu vinnusköddun og ég, hún þarf sumsé líka að stíga á bremsuna gagnvart því að ofvernda börnin sín. Það sem við tvær eigum náttúrlega sameiginlegt vinnulega séð er … Lesa meira

Hughreysti er mikilvægasta hreystin

Kraftaverkasögurnar í guðspjöllunum þar sem Jesús læknar sjúka, reisir við lamaða, gefur blindum sýn eru mörgum mjög framandi. Hver er eiginlega merking þeirra, að Guð lækni útvalda? Geri kraftaverk á sumum en ekki öðrum? Við vitum að heimurinn er fullur af fólki sem glímir við vanheilsu og þarf nauðsynlega á lækningu að halda.

Það er svolítið magnað að uppgötva hvernig skilningur manns á Biblíunni helst þráðbeint í hendur við þroska manns á öðrum sviðum, bara þegar ég var að hefja minn prestskap man ég eftir að hafa átt í svolitlu basli með kraftaverkasögurnar, skildi þær illa og þá fyrst og fremst sem opinberun á guðdómi Jesú en var samt einhvern veginn ekki alveg að kaupa þá skýringu sjálf, leið svolítið eins og  þeir sem nutu hans lækninga væru bara tilraunadýr eða sýniseintök fyrir guðdóminn. Þá hafði ég bara þá ekki lifað nógu lengi til að geta fjallað um þessar sögur … Lesa meira

Takk mamma

Ég á aldraða móður sem segir mér oft sömu sögurnar aftur og aftur. Það athyglisverða er að henni tekst alltaf að segja þær aftur og aftur eins og hún sé að segja þær í fyrsta sinn. Pabbi hennar var nákvæmlega eins, fæddur 1901, loftskeytamaður á gömlu fossunum og sigldi í stríðinu, hann sagði manni sömu sögurnar aftur og aftur og alltaf eins og þær væru alveg glænýjar af færibandinu. Ég hitti hann reyndar ekki eins oft og mömmu þannig að í sjálfu sér kom það ekki að sök. Það gerir það heldur ekki með mömmu. Í sumar hóf hún eina af sínum stórbrotnu frásögum af bernskubrekum okkar systkinanna  þegar ég byrjaði eitthvað að ranghvolfa augunum og dæsa, snarþagnaði þá sú gamla, horfði á mig með bland af sársauka og undrun í augum og sagði „viltu frekar að ég sé að tala um hægðir og heyrn á gamalsaldri, gigt og kæfisvefn?“ Lesa meira

Hroki veit á hrun

Ég get ekki annað en talað um hógværðina, hún hreinlega öskrar á mig þessa dagana að fjalla um sig þótt líklegra væri raunar að hún myndi frekar hvísla og segja mér þannig að staldra við og íhuga ráð mitt.

Tengdafaðir minn sálugi var einn hógværasti maður sem ég hef kynnst, ég var mjög lengi að venjast hógværðinni hans í upphafi vega um leið og hann átti oft fullt í fangi með að meðtaka framhleypni mína og ríka tjáningarþörf. Svo þrátt fyrir að virðing og væntumþykja hafi strax einkennt samskipti okkar þá tel ég næsta víst að hann hafi oft dæst yfir mér og minni forvitni og gassagangi meðan ég pirraðist yfir gegndarlausri hógværð hans og lítillæti. Það mátti aldrei hrósa honum og helst ekki spyrja hann um hans hagi, ég aftur á móti flutti honum reglubundar  fréttir af mínu lífi, í fortíð og nútíð þótt aldrei muni ég til þess … Lesa meira