Að vera amma er góð skemmtun. Þetta er hlutverk sem mér hlotnaðist óvænt á unga aldri ef svo má segja. Í dag ég meira að segja tvö barnabörn, stúlku sem verður fimm ára á árinu og dreng sem verður þriggja. En það er ekki bara undur gaman að var amma það er líka gefandi og svo fylgir því mikil ábyrgð eins og öllum gjöfum Guðs. Já öllum guðsgjöfum fylgir mikil ábyrgð, meira að segja lífstíðarábyrgð, þær eru ekki eins og mjólkin sem rennur út og er því best fyrir ákveðinn tíma. Margir tala um að ömmu og afahlutverkið sé einmitt svo skemmtilegt vegna þess að þá beri maður ekki jafn mikla ábyrgð eins og í uppeldi eigin barna. Allt má heima hjá ömmu og afa. Súkkulaði og ís í morgunmat og alls konar önnur mótmæli gegn markmiðum manneldiráðs.
Það er svo sem mikið til í því að á heimili ömmu … Lesa meira