Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Hjónabandsráð mömmu

Mamma mín sem er komin nálægt áttræðu hefur alltaf haldið tvennu fram um hjónabandið. Annars vegar því sem hún hamraði á við mig þegar ég var yngri að ég skyldi ekki ná mér í maka fyrr en ég væri fyrsta lagi orðin 25 ára, því til rökstuðnings benti hún á sitt eigið hjónaband en foreldrar mínir voru komnir af léttasta skeiði miðað við þeirra tíðaranda þegar þau giftu sig, þau voru s.s. 26 ára. Mamma sagði alltaf og ég veit að hún meinti það vel að hún hefði sjálfsagt aldrei haft smekk fyrir honum pabba mínum þegar hún var t.d. 18 ára, „Hildur mín hann var náttúrlega lágvaxinn og feitlaginn en með alveg gríðarlegan sjarma, en maður þarf að vera búin að taka út svolítinn þroska til að koma auga á slíkt.“ Mér fannst pínu eins og hún væri að segja mér að ég skyldi bíða sjálf þangað til ég … Lesa meira

Brad Pitt og hjónabandið

Snerting er máttug tjáning. Enn man ég stundirnar með pabba mínum inn á Landakotsspítala þegar lögheimili hans hafði verið endanlega flutt yfir í Grænaland gleymskunnar. Enn man ég þær stundir og samt voru samtölin fá og þögnin svo sterk, en ég man snertinguna þegar ég lagði hönd mína í lófa hans, strauk skeggvaxinn vangann og kyssti hann á kinn. Og það sem ég man við þessa snertingu er að þá þekktumst við aftur um stund. Í þau fáu skipti sem ég heyrði hann nefna nafnið mitt og það barst eins og bergmál frá fjöllum í kring eða eins og eina orðið sem er hrópað í mannlausri borg, þá var það þegar við snertumst. Orð eru máttug, hlý, beitt, falleg, ljót, lygin, sönn og vitur en þau segja samt ekkert í líkingu við snertingu og snerting lýgur aldrei hún er bara það sem hún er. Þess vegna er hún máttugri en … Lesa meira

Að vera plebbi

Ég var stödd í stórum kvennahópi um daginn þar sem við vorum beðnar um að segja frá því hvernig við ræktuðum líkama okkar og sál hversu mikinn áhuga við  hefðum á fatatísku og fatakaupum. Þarna sat ég opinmynnt yfir uppgötvunum mínum á spendýri sem ég vissi ekki að hefði fest rætur hér á landi en það er hið svokallaða nægjusama dýr sem tilheyrir hópi kvendýra sem segjast ekki hafa gaman af að fara í búðir og kaupa sér föt. Þær voru að vísu ekki margar þarna í hópnum enda eflaust erfitt fyrir svo nýja tegund að festa rætur á landi þar sem enn tekst að láta fólk halda að það þurfi sérstaka tegund af plastdöllum undir matarafganga eða skúringamoppur sem kosta jafn mikið og íslenski þjóðbúningurinn enda gerðar úr einstökum örtrefjum sem hafa verið þróaðar hjá Nasa samhliða fyrstu bílunum sem geta ekið um Mars. Þið haldið eflaust að ég … Lesa meira

Hamingjuspikið

Í lok ágúst um það leyti sem haustkul háloftanna læðist inn fjörðinn og raular nokkra rökkursöngva, verð ég alltaf jafn undrandi. Ekki yfir tímanum sem slíkum og kapphlaupi hans heldur þeirri staðreynd að ég skuli alltaf safna spiki hvert einasta sumar án þess að draga nokkrar ályktanir af hegðun minni. Ef ég væri skógarbjörn þá væri þetta fullkomlega eðlilegt en af því að maður býr nú í tiltölulega vel fíruðu húsnæði og með Bónus í bakgarðinum þá er þetta nánast óskiljanlegt. Eða svo fannst mér a.m.k þangað til ég las bók Gunnars Hersveins heimspekings sem nefnist Gæfuspor, þá öðlaðist ég nefnilega algjörlega nýja sýn á spikið. Þar tekst Gunnari Hersveini  hið ómögulega þ.e.  að gefa þessu illskeytta hugtaki fallega merkingu, þegar hann talar um hamingjuspikið sem fóðrar sálina. Og þá fór ég einmitt að hugsa hvort það kæmi ekki líka til af góðu að maður bætti svolitlu á sig á … Lesa meira

Af áráttu og þráhyggju

Ég er haldin áhugaverðri röskun sem á fræðimáli er skammstöfuð OCD eða obsessive compulsive disorder en kallast einfaldlega áráttu og þráhyggjuröskun á íslensku. Þessi lífsförunautur sem ég valdi ekki sjálf að gefast, tróð sér inn í líf mitt þegar ég var á táningsaldri, ég man alltaf fyrstu heimsókn hans en það var um jólaleytið þegar ég var í 8.bekk og hafði venju samkvæmt sent öllum bekkjarsystkinum mínum jólakort, á einhverjum tímapunkti eftir að kortin fóru í póst áttaði ég mig á því að ég hafði skrifað jól með stórum staf inn í öll kortin, ég hafði s.s. gert þau afdrifaríku mistök á annars hnökralausum vetri og við tók jólafrí þar sem sú hugsun barði á sálarlífi mínu og sjálfsmynd að nú héldi allur bekkurinn að ég væri tiltölulega illa gefin. Svo liðu árin og þessi áleitna boðflenna gerði æ oftar vart við sig, fullkomnunarárátta sem gjarnan beindist að einhverju sem … Lesa meira